EFTIR AÐGERÐ

LEIÐBEININGAR EFTIR AÐGERÐ Í STAÐDEIFINGU

Meðhöndlun eftir skurðaðgerð er mikilvæg til að tryggja góða græðslu, halda óþægindum í lágmarki og minnka líkur á sýkingu. Eftirfarandi upplýsingar  eru til þess gerðar að stuðla að sem þægilegustu græðsluferli.

  • Meðhöndlun á sári í munni er frábrugðin sári á húð að því leyti að ekki er hægt að búa um það með hefðbundnum sáraumbúðum. Í flestum tilvikum er lögð grisja yfir sárið sem sjúklingur er beðinn um að bíta á til að fá þrýsting á sárið sem hjálpar til við að stöðva bæðingu. Til að stuðla að eðlilegri græðslu er ráðlagt að halda kyrru fyrir og hvíla sig samdægurs. Gott getur verið að fara heim og leggja sig. Þá ber að gæta þess að hafa hátt undir höfði. Mikilvægt er að forðast að eiga við sárið þ.e. ekki sjúga eða sleikja sárið né eiga við það með fingrum eða öðrum verkfærum. Það getur valdið því að blóðköggul í sári sem er forsenda góðrar græðslu getur losnað og leitt til hægari græðslu.

    Eftir tannúrdrátt er mikilvægt að forðast neikvæðan þrýsting (notkun sogrörs, spýta, skola harkalega, reykja) svo blóðstorkan haldist í holunni og minni líkur verði á þurri holu (dry sockett).

    Hafirðu undirgengist tannplantaísetningu er mjög mikilvægt að forðast það að beita þrýsting á tannplantann eða svæðið í kring.

  • Eðlilegt getur verið að munnvatn sé blóðlitað í einhvern tíma eftir aðgerð. Ef blæðing er töluverð getur þurft að skipta um grisju á um 20-30 mín fresti til að halda þrýstingi á sárinu til að hjálpa við blóðstorknun. EKKI er nóg að halda þrýsting í 1-2 mínútur. Ef þetta er ekki nóg til að stöðva blæðinguna þá skaltu nota tepoka (svart te t.d. frá Lipton eða Salada) og bleyta hann í heitu vatni. Eftir að hafa kreist mesta vatnið úr tepokanum skaltu halda honum að sárinu í 15-20 mínútur líkt og þú gerðir með grisjuna.

    Ef um óvenju mikla blæðingu er að ræða og/eða í lengri tíma er mælt með að leitað sé til tannlæknis.

  • Verkur er eðlilegt viðbragð líkamans við því áreiti sem hann verður fyrir í aðgerð. Til að lágmarka verki eftir aðgerð er mælst til þess að byrja að taka ráðlögð verkjalyf áður en deyfing byrjar að síga úr. Ráðlagt er að taka verkjalyf reglulega fyrstu dagana eftir aðgerð til að halda óþægindum í lágmarki. Einnig getur verið gott að notast við kælipoka vafðann í viskustykki halftima í senn fyrir verkjastillingu. Ef verkir eru að breytast eða versna á fjórða degi skal hafa samband við tannlækni.

  • Mikilvægt er að nærast vel sem stuðlar að góðri græðslu. Samdægurs er mælt með fljótandi fæði. Dagana þar á eftir með mjúku fæði. Í sumum tilfellum má tyggja mat þeim megin sem aðgerð var ekki gerð. Það skal forðast heita drykki, að sjúga með röri og neyslu á áfengi fyrstu dagana.

  • Mælt er með því að forðast notkun tóbaks eftir aðgerð þar sem það heftir græðsluferlið og eykur líkur á óþægindum sem og sýkingu eftir aðgerð.

  • Oftast er hægt að hefja hefðbundna munnhirðu samdægurs en forðast skal aðgerðarsvæðið og bursta varlega í kring. Skola skal munninn varlega tvisvar daglega í 7 daga með klórhexidín munnskoli (t.d. Corsodyl eða Perioplus Forte) til að hjálpa við græðslu og minnka líkur á sýkingu. Eftir að skolað er með klórhexidín munnskoli skal forðast að skola munninn eða borða í 1 klst svo að efnið fái að virka. Tannkrem getur hamlað virkni klórhexidíns og því skal skola munninn vandlega ef ennur eru burstaðar á undan.

  • Ef þörf er á sýklalyfjameðferð skal ávallt klára allar töflurnar. Einnig er mælt með því að neyta LGG+ eða AB-mjólkur til að efla eðlilega flóru magans sem getur orðið fyrir truflunum af völdum sýklalyfja.

  • Oftast er notað við sauma sem leysast upp af sjálfum sér og því ekki þörf á að fjarlæga þá. Hins vegar geta saumað byrjað að erta út frá sér eða ef þeir sitja of lengi þá geta a líkur aukist á sýkingu og þá er ábending fyrir að fjarlægja þá. Aðra sauma þarf venjulega að fjarlægja eftir 7-14 daga.

  • Helstu einkenni sýkingar eru bólga/þrýstingur, sláttur, hiti á aðgerðarsvæði, verkur, roði, gröftur og jafnvel óbragð í munni. Mikilvægt er að vita að óbragð í munni ásamt verk eftir aðgerð án annarra einkenna getur verið venjulegt ástand eftir aðgerð og ekki tákn um sýkingu. Hins vegar, ef það vaknar grunur um sýkingu skal hafa samband við tannlækni.

  • Forðast skal að fara á erfiðar æfingar fyrstu daga eftir aðgerð sem og aðra áreynslu t.a.m. heimilisstörf og að beygja sig mikið niður með höfuðið.

Ofangreindar ráðleggingar auka líkur á góðum bata og minnka líkur á vandamálum eftir aðgerð. Jafnvel þó að farið sé eftir settum ráðleggingum þá geta alltaf komið upp einhver vandamál og þá ber að hafa samband við tannlækni í síma eða með tölvupósti.

Með ósk um góðan bata!