STEFÁN PÁLMASON

Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum

Stefán Pálmason útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2009. Eftir það vann hann í eitt ár við almennar tannlækningar á Akureyri og í Fjallabyggð. Sumarið 2010 fékk hann inngöngu inn í Harvard Háskóla í Boston þar sem hann nam lyflækningar munns við Harvard School of Dental Medicine og Brigham and Women´s Hospital. Á þessum tíma stundaði hann einnig til skamms tíma skiptinám við Háskólann í Toronto og Eastman Dental Institute í London.  Vorið 2012 lauk hann skriflega hluta American Board of Oral Medicine diplómat prófanna. Stefán hefur haldið fyrirlestra bæði í Evrópu og Bandaríkjunum ásamt þvi að hafa skrifað fræðigreinar og bókakafla. Stefán hlaut verðlaun ungra vísindamanna á evrópuþingi munnlyflækna í Aþenu árið 2012 fyrir kynningu á rannsókn sinni varðandi Burning Mouth Syndrome.

Eftir að hafa lokið námi sínu í Boston síðsumars 2012 fluttist Stefán til Reykjavíkur og hóf störf við lyflækningar munns og almennar tannlækningar. Frá árinu 2014 rak hann tannlæknastofu í Skipholti 33 sem flutti í lok árs 2022 á Garðatorg 5. Stefán rekur nú Tanntorg með eiginkonu sinni og er einnig einn eigenda Tannlæknavaktarinnar.

Stefán stundar virka endurmenntun þar sem hann fer á fjölda fyrirlestra og námskeiða á ári hverju með sérstaka áherslu á lyflækningar munns, verkjafræði, tannplantafræði, tannskaða og ýmsar minniháttar skurðlækningar í munni. Stefán hefur lokið EAO Master Diploma in Implant Dentistry sem er þriggja ára námsprógram í tannplantafræðum.

Sérstakar áherslur:

  • Lyflækningar munns og kjálka

  • Verkjafræði munns og kjálka

  • Tannplantafræði

  • Tannáverkar

  • Tannholdslækningar